Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 20:16 Geert Cornelis Íslandsmeistari í járningum 2021 með verðlaunin sín, ásamt þeim Gunnari Halldórssyni og Halldóri Kristni Guðjónssyni, sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Marteinn Magnússon Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins. Það var Járningamannafélag Íslands, sem stóð að Íslandsmótinu, sem fór fram í gær hjá Eldhestum. Keppendurnir átta komu víða að landinu, allt karlmenn og vanir járningamenn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við járningu hesta og hófhirðu þeirra. Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands. „Fyrir þann sem skilur járninguna og kann hana þá er þetta ekkert flókið verk, það er bara mjög auðvelt. En til þess þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera, þetta er bara eins og með læknirinn og bílvirkjana,“ segir Sigurður. En hvað þarf að einkenna góðan járningamann? „Gott skap og sterkur líkami. Það þarf alltaf að vera jákvæður hrossunum og láta sér ekki renna í skap mikið og vita hvað þú ert að gera. Svo verður þú náttúrulega að hafa heppilegan skrokk fyrir járninguna því að þú sérð það seinna að þetta er rosalega þung vinna.“ Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi ytra var yfirdómari á Íslandsmótinu en hann hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin var hörð og spennandi og gekk Sigurður á milli keppenda og tók út verk þeirra, ásamt Sturlu Þórhallssonar meðdómara, enda var til mikils að vinna að fá þennan risa farandbikar. Það fór svo að lokum að Geert Cornelis, sem er frá Belgíu en hefur járnað á Íslandi til fjölda ára var krýndur Íslandsmeistari í járningum fyrir árið 2021. Í öðru sæti varð Gunnar Halldórsson og Halldór Kristinn Guðjónsson varð í þriðja sæti. Geert segir að þrátt fyrir að járningar geti verið erfiðar og tekið á þá séu þær mjög skemmtilegar og gaman að vinna sem járningamaður. „Allt hefur sína kosti og galla,“ segir hann alsæll með Íslandsmeistaratitilinn. Geert Cornelis, sem er frá Belgíu hefur járnað á Íslandi til fjölda ára og líkar starfið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Engin kona tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár en vonast er til að einhverjar þeirra skrái sig til keppninnar á næsta ári því það færist mjög í vöxt að konur starfi við járningar á Íslandi líkt og karlarnir. Járningamannafélag Íslands stóð að Íslandsmeistaramótinu í járningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Það var Járningamannafélag Íslands, sem stóð að Íslandsmótinu, sem fór fram í gær hjá Eldhestum. Keppendurnir átta komu víða að landinu, allt karlmenn og vanir járningamenn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við járningu hesta og hófhirðu þeirra. Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands. „Fyrir þann sem skilur járninguna og kann hana þá er þetta ekkert flókið verk, það er bara mjög auðvelt. En til þess þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera, þetta er bara eins og með læknirinn og bílvirkjana,“ segir Sigurður. En hvað þarf að einkenna góðan járningamann? „Gott skap og sterkur líkami. Það þarf alltaf að vera jákvæður hrossunum og láta sér ekki renna í skap mikið og vita hvað þú ert að gera. Svo verður þú náttúrulega að hafa heppilegan skrokk fyrir járninguna því að þú sérð það seinna að þetta er rosalega þung vinna.“ Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi ytra var yfirdómari á Íslandsmótinu en hann hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin var hörð og spennandi og gekk Sigurður á milli keppenda og tók út verk þeirra, ásamt Sturlu Þórhallssonar meðdómara, enda var til mikils að vinna að fá þennan risa farandbikar. Það fór svo að lokum að Geert Cornelis, sem er frá Belgíu en hefur járnað á Íslandi til fjölda ára var krýndur Íslandsmeistari í járningum fyrir árið 2021. Í öðru sæti varð Gunnar Halldórsson og Halldór Kristinn Guðjónsson varð í þriðja sæti. Geert segir að þrátt fyrir að járningar geti verið erfiðar og tekið á þá séu þær mjög skemmtilegar og gaman að vinna sem járningamaður. „Allt hefur sína kosti og galla,“ segir hann alsæll með Íslandsmeistaratitilinn. Geert Cornelis, sem er frá Belgíu hefur járnað á Íslandi til fjölda ára og líkar starfið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Engin kona tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár en vonast er til að einhverjar þeirra skrái sig til keppninnar á næsta ári því það færist mjög í vöxt að konur starfi við járningar á Íslandi líkt og karlarnir. Járningamannafélag Íslands stóð að Íslandsmeistaramótinu í járningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira