Næturgaman hjá sjóðheitum Steph Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 07:31 Það var mjög gaman hjá Stephen Curry í sigri Golden State á Los Angeles Clippers í nótt. AP/Tony Avelar Golden State Warriors og Milwaukee Bucks áttu bæði möguleika á því að byrja NBA tímabilið 2-0 í nótt en það voru NBA-meistararnir í Bucks sem voru skotnir niður á jörðina á meðan Stepp Curry leiddi sína menn til sigurs. Stephen Curry skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann 115-113 sigur á Los Angeles Clippers í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Þetta var samt annar sigur Warriors því liðið vann Los Angeles Lakers á útivelli í fyrsta leik. So @StephenCurry30 had a night... Named to #NBA75 before tip 25 1Q points on 9-9 shooting 45 in the game Go-ahead triple to lift @warriors pic.twitter.com/98JFwH9lsA— NBA (@NBA) October 22, 2021 Golden State er því fyrsta liðið til að vinna tvo leiki á þessu NBA-tímabili og það gerðu Curry og félagar á móti Los Angeles liðunum sem gefur skýr skilaboð um að liðið ætli sér að berjast á réttum enda á þessari leiktíð. Curry var kominn með 25 stig í fyrsta leikhlutanum þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum þar af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Warriors var líka 44-27 yfir eftir hann. Clippers kom sér þó inn í leikinn og spennan var mikil í lokin. "Why are they stunned? They should be used to these type of performances."Steph IGNITES Chase Center with 25 points (9-9 FGM) in the 1Q on TNT. pic.twitter.com/2qOddAQyuj— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tveir þristar frá Curry á lokamínútunum vógu þungt fyrir Warriors að landa sigrinum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig. Paul George var með 29 stig. 11 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Los Angeles Clippers á leiktíðinni. Eric Bledsoe skoraði 22 stig. 27 PTS for @raf_tyler in the @MiamiHEAT's season-opening win! pic.twitter.com/Tw80pq2RSC— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tyler Herro skoraði 27 stig á 24 mínútum af bekknum þegar Miami Heat rúllaði upp NBA-meisturum Milwaukee Bucks með 42 stiga sigri, 137-95. Þetta var fyrsti leikur Miami en Bucks hafði unnið sinn fyrsta leik. „Ég meina, 137 er mikið. Vonandi getum við séð mikið á þessu tímabili,“ sagði Tyler Herro eftir leikinn. Jimmy Butler skoraði 21 stig og Bam Adebayo var með 20 stig og 13 fráköst hjá Heat. P.J. Tucker hjálpaði Bucks að vinna titilinn fyrir nokkrum mánuðum en er nú leikmaður Miami. Hann var með 8 stig og 6 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Grayson Allen var með 14 stig. Trae Young gets up to 9 ASSISTS in the 3rd quarter alone with this outlet to Cam Reddish pic.twitter.com/HnwBKYix5g— NBA (@NBA) October 22, 2021 Atlanta Hawks fór illa með Dallas Mavericks en Luka Doncic og félagar töpuðu með 26 stigum í Atlanta, 87-113. Trae Young fór fyrir liði heimamanna með 19 stigum og 14 stoðsendingum. Þetta var fyrsti leikur Dallas liðsins undir stjórn Jason Kidd sem byrjar ekki vel sem þjálfari liðsins. Luka Doncic var með 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Cam Reddish var þó stigahæstur hjá Hawks með 20 stig en Hawks liðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 35-20 þar sem Trae Young var með 12 stig og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Stephen Curry skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann 115-113 sigur á Los Angeles Clippers í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Þetta var samt annar sigur Warriors því liðið vann Los Angeles Lakers á útivelli í fyrsta leik. So @StephenCurry30 had a night... Named to #NBA75 before tip 25 1Q points on 9-9 shooting 45 in the game Go-ahead triple to lift @warriors pic.twitter.com/98JFwH9lsA— NBA (@NBA) October 22, 2021 Golden State er því fyrsta liðið til að vinna tvo leiki á þessu NBA-tímabili og það gerðu Curry og félagar á móti Los Angeles liðunum sem gefur skýr skilaboð um að liðið ætli sér að berjast á réttum enda á þessari leiktíð. Curry var kominn með 25 stig í fyrsta leikhlutanum þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum þar af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Warriors var líka 44-27 yfir eftir hann. Clippers kom sér þó inn í leikinn og spennan var mikil í lokin. "Why are they stunned? They should be used to these type of performances."Steph IGNITES Chase Center with 25 points (9-9 FGM) in the 1Q on TNT. pic.twitter.com/2qOddAQyuj— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tveir þristar frá Curry á lokamínútunum vógu þungt fyrir Warriors að landa sigrinum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig. Paul George var með 29 stig. 11 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Los Angeles Clippers á leiktíðinni. Eric Bledsoe skoraði 22 stig. 27 PTS for @raf_tyler in the @MiamiHEAT's season-opening win! pic.twitter.com/Tw80pq2RSC— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tyler Herro skoraði 27 stig á 24 mínútum af bekknum þegar Miami Heat rúllaði upp NBA-meisturum Milwaukee Bucks með 42 stiga sigri, 137-95. Þetta var fyrsti leikur Miami en Bucks hafði unnið sinn fyrsta leik. „Ég meina, 137 er mikið. Vonandi getum við séð mikið á þessu tímabili,“ sagði Tyler Herro eftir leikinn. Jimmy Butler skoraði 21 stig og Bam Adebayo var með 20 stig og 13 fráköst hjá Heat. P.J. Tucker hjálpaði Bucks að vinna titilinn fyrir nokkrum mánuðum en er nú leikmaður Miami. Hann var með 8 stig og 6 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Grayson Allen var með 14 stig. Trae Young gets up to 9 ASSISTS in the 3rd quarter alone with this outlet to Cam Reddish pic.twitter.com/HnwBKYix5g— NBA (@NBA) October 22, 2021 Atlanta Hawks fór illa með Dallas Mavericks en Luka Doncic og félagar töpuðu með 26 stigum í Atlanta, 87-113. Trae Young fór fyrir liði heimamanna með 19 stigum og 14 stoðsendingum. Þetta var fyrsti leikur Dallas liðsins undir stjórn Jason Kidd sem byrjar ekki vel sem þjálfari liðsins. Luka Doncic var með 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Cam Reddish var þó stigahæstur hjá Hawks með 20 stig en Hawks liðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 35-20 þar sem Trae Young var með 12 stig og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins