Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn Snorri Másson skrifar 19. október 2021 11:56 Guðni Th. Jóhannesson forseti er með bók um landhelgismálið í smíðum. Stöð 2/Egill Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu. Guðni forseti tók til máls á Sjávarútvegsdegi í Hörpu í morgun en hætti sér ekki út á hættuleg mið yfirstandandi deilumála um sjávarútveginn, heldur hélt sagnfræðingurinn sig við söguna. Hann fjallaði um að landhelgismálið hafi kennt Íslendingum að ekki dygði að stjaka aðeins útlendingunum á brott af miðunum, heldur þyrfti líka að stjórna fiskveiðunum á skynsamlegan máta. Það gilti nú sem fyrr. „Það verður að sýna ráðdeild og skynsemi í stað rányrkju og skammtímasjónarmiða,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Hitt er allt annað mál sem við höldum áfram að deila um, hvernig stýra skuli veiðunum og hvernig ráðstafa eigi hagnaðinum af þessari auðlind okkar.“ Og telur þú að þau mál séu í góðum farvegi eins og þau eru núna? „Ég ætla ekki að leggja mat á það núna hvernig staðan er að því leytinu til en ég held að sjávarútvegsdagurinn sýni, og allar þær umræður sem hér eiga sér stað og í samfélaginu öllu, að seint verður sátt um sjávarútveg að þessu leyti.“ Það er bók í smíðum hjá forsetanum, sem hefur áður skrifað bækur um sama efni, landhelgismál og Þorskastríðin. „Ég hef haft það sem stund milli stríða í dagsins amstri að horfa inn í liðinn heim og skrifa um þessi landhelgismál og Þorskastríð sem ég var byrjaður á, áður en örlögin tóku í taumana fyrir fimm árum.“ Já, þannig að það er jólabókaflóðið 2022? Já, við skulum nú ekki segja sem svo að ég fari að keppa við glæpasagnahöfunda og skáldsagnahöfunda sem hafa gert það gott en ég vona að það rit verði framlag til okkar sagnfræðirannsókna." Stjórnvöld stefnulaus Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti Sjávarútvegsdaginn í Hörpu í morgun og vék í upphafsræðu sinni að stöðu og horfum í íslenskum sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Hún gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málaflokknum og sagði raunar enga stefnu liggja fyrir um komandi tíma í sjávarútvegi. Þar væri ekki við einstaka flokka að sakast, heldur almennt sinnuleysi. Þá lýsti hún því sem viðvarandi vanda sjávarútvegsins að við þingkosningar á fjögurra ára fresti ríkti um tíma alger óvissa um forsendur í greininni. Þar kæmi iðulega til tals að umbylta kerfinu - en Heiðrún kvað hitt ráðlegra, að breyta ekki því sem að hennar sögn virkar. „Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut,“ sagði Heiðrún. „En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá sagði Heiðrún fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið gæti stólað á. „Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins,“ sagði Heiðrún. Sjávarútvegur Forseti Íslands Þorskastríðin Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Guðni forseti tók til máls á Sjávarútvegsdegi í Hörpu í morgun en hætti sér ekki út á hættuleg mið yfirstandandi deilumála um sjávarútveginn, heldur hélt sagnfræðingurinn sig við söguna. Hann fjallaði um að landhelgismálið hafi kennt Íslendingum að ekki dygði að stjaka aðeins útlendingunum á brott af miðunum, heldur þyrfti líka að stjórna fiskveiðunum á skynsamlegan máta. Það gilti nú sem fyrr. „Það verður að sýna ráðdeild og skynsemi í stað rányrkju og skammtímasjónarmiða,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Hitt er allt annað mál sem við höldum áfram að deila um, hvernig stýra skuli veiðunum og hvernig ráðstafa eigi hagnaðinum af þessari auðlind okkar.“ Og telur þú að þau mál séu í góðum farvegi eins og þau eru núna? „Ég ætla ekki að leggja mat á það núna hvernig staðan er að því leytinu til en ég held að sjávarútvegsdagurinn sýni, og allar þær umræður sem hér eiga sér stað og í samfélaginu öllu, að seint verður sátt um sjávarútveg að þessu leyti.“ Það er bók í smíðum hjá forsetanum, sem hefur áður skrifað bækur um sama efni, landhelgismál og Þorskastríðin. „Ég hef haft það sem stund milli stríða í dagsins amstri að horfa inn í liðinn heim og skrifa um þessi landhelgismál og Þorskastríð sem ég var byrjaður á, áður en örlögin tóku í taumana fyrir fimm árum.“ Já, þannig að það er jólabókaflóðið 2022? Já, við skulum nú ekki segja sem svo að ég fari að keppa við glæpasagnahöfunda og skáldsagnahöfunda sem hafa gert það gott en ég vona að það rit verði framlag til okkar sagnfræðirannsókna." Stjórnvöld stefnulaus Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti Sjávarútvegsdaginn í Hörpu í morgun og vék í upphafsræðu sinni að stöðu og horfum í íslenskum sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Hún gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málaflokknum og sagði raunar enga stefnu liggja fyrir um komandi tíma í sjávarútvegi. Þar væri ekki við einstaka flokka að sakast, heldur almennt sinnuleysi. Þá lýsti hún því sem viðvarandi vanda sjávarútvegsins að við þingkosningar á fjögurra ára fresti ríkti um tíma alger óvissa um forsendur í greininni. Þar kæmi iðulega til tals að umbylta kerfinu - en Heiðrún kvað hitt ráðlegra, að breyta ekki því sem að hennar sögn virkar. „Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut,“ sagði Heiðrún. „En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá sagði Heiðrún fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið gæti stólað á. „Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins,“ sagði Heiðrún.
Sjávarútvegur Forseti Íslands Þorskastríðin Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira