Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. október 2021 06:57 Ísland er í fjórða sæti þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfinu. Vísir/Vilhelm Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun. Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is. Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is.
Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira