Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 00:11 Mikil álag var á netþjónum Tix miðasölu síðasta miðvikudag. Samsett Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna. Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna.
Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira