Norðurslóðir án íss! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. október 2021 12:35 Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. Grænlandsjökull bráðnar nú sem aldrei fyrr og snjókoma dagsins í dag og til framtíðar vegur ekki lengur upp á móti bráðnuninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar myndi stöðvast í dag. Norðurslóðir án íss eru því miður ekki svo fjarlæg fullyrðing. Það að sporna við loftlagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftlagsbreytingum, við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera, flata þar sem frost fer ekki úr jörðu, aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Það sem gerist á Norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum Norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Í ógninni leynast líka tækifæri Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norðurslóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli Norðurskautsríkjanna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekari sess sem vettvangur umræðu og ráðstefnuhalds um Norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á Norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norðurslóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt samstarf. Þar liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland til þess að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða saman rannsakendur frá ýmsum löndum, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu, enda eru verkefni framtíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræðasamfélagsins í samstarfi við einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Arctic partý Fyrrverandi forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ómað í sjónvarpstækjum landsmanna og boðið í partý – „fögnum saman loksins“, segir Ólafur Ragnar. En hugarfóstur hans Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn í heiminum um málefni Norðurslóða. Stjórnmálamenn, fræðafólk og fulltrúar grasrótarsamtaka og atvinnulífs hafa komið saman og rætt um Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Í dag hefst partýið og ég ætla að mæta og hlusta. Hver veit nema rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt Norðurslóðamálum og hringrásarhagkerfinu verði okkar næsti grunnatvinnuvegur. Hugvitið er endalaust hægt að virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. Grænlandsjökull bráðnar nú sem aldrei fyrr og snjókoma dagsins í dag og til framtíðar vegur ekki lengur upp á móti bráðnuninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar myndi stöðvast í dag. Norðurslóðir án íss eru því miður ekki svo fjarlæg fullyrðing. Það að sporna við loftlagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftlagsbreytingum, við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera, flata þar sem frost fer ekki úr jörðu, aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Það sem gerist á Norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum Norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Í ógninni leynast líka tækifæri Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norðurslóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli Norðurskautsríkjanna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekari sess sem vettvangur umræðu og ráðstefnuhalds um Norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á Norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norðurslóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt samstarf. Þar liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland til þess að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða saman rannsakendur frá ýmsum löndum, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu, enda eru verkefni framtíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræðasamfélagsins í samstarfi við einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Arctic partý Fyrrverandi forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ómað í sjónvarpstækjum landsmanna og boðið í partý – „fögnum saman loksins“, segir Ólafur Ragnar. En hugarfóstur hans Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn í heiminum um málefni Norðurslóða. Stjórnmálamenn, fræðafólk og fulltrúar grasrótarsamtaka og atvinnulífs hafa komið saman og rætt um Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Í dag hefst partýið og ég ætla að mæta og hlusta. Hver veit nema rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt Norðurslóðamálum og hringrásarhagkerfinu verði okkar næsti grunnatvinnuvegur. Hugvitið er endalaust hægt að virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun