Vilja vindorkugarða við nær alla strandlengju Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 10:39 Vindtúrbínur sem standa utan við Rhode-eyju á austurströndinni voru þær fyrstu sem voru reistar undan ströndum Bandaríkjanna. Gangi áætlun Biden verða slíkar túrbínur utan við nær alla strönd landsins á næstu áratugum. AP/Michael Dwyer Ríkisstjórn Joes Biden vill láta reisa vindorkuver við nærri alla strandlengju Bandaríkjanna á næstu árum. Stefnt er að því að vindorkuframleiðendur geti byrjað að sækja um leyfi til að reisa vindtúrbínur fyrir utan ströndina fyrir árið 2025. Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum. Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum.
Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira