Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2021 07:31 Pablo Punyed er á leið heim til Íslands og ætlar sér sjálfsagt að handleika annan verðlaunagrip á Laugardalsvelli á laugardaginn, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari á dögunum. vísir/hulda margrét Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Pablo, sem er lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Víkings, var valinn í landsliðshóp El Salvador vegna þriggja leikja í undankeppni HM. Síðasti leikurinn var gegn Mexíkó í nótt þar sem Pablo var á bekknum í 2-0 tapi El Salvador á heimavelli. Ljóst er að flugferð hans heim til Íslands tekur, með stoppum, að minnsta kosti um 16 klukkutíma. Pablo verður því á ferðalagi í allan dag en hefur svo morgundaginn til að jafna sig áður en flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 14 á laugardaginn. Sex Víkingar í landsliðsverkefnum El Salvador er með fimm stig eftir sex umferðir af 14 í undankeppni Mið- og Norður-Ameríku, í næstneðsta sæti riðilsins. Mexíkó er efst með 14 stig, Bandaríkin í 2. sæti með 11 og Kanada í 3. sæti með 10 stig, en þrjú lið komast beint á HM og eitt lið í umspil. Þó að Kári Árnason hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið fyrir síðustu landsleiki þá hafa fleiri leikmenn Víkings en Pablo verið í landsliðsverkefnum í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason, Kristall Máni Ingason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru allir í U21-landsliðshópnum sem mætti Portúgal á þriðjudaginn. Þá var Kwame Quee í landsliði Síerra Leóne og bar fyrirliðabandið í vináttulandsleik, svo alls sex leikmenn Víkings voru í landsliðsverkefnum. HM 2022 í Katar Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Pablo, sem er lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Víkings, var valinn í landsliðshóp El Salvador vegna þriggja leikja í undankeppni HM. Síðasti leikurinn var gegn Mexíkó í nótt þar sem Pablo var á bekknum í 2-0 tapi El Salvador á heimavelli. Ljóst er að flugferð hans heim til Íslands tekur, með stoppum, að minnsta kosti um 16 klukkutíma. Pablo verður því á ferðalagi í allan dag en hefur svo morgundaginn til að jafna sig áður en flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 14 á laugardaginn. Sex Víkingar í landsliðsverkefnum El Salvador er með fimm stig eftir sex umferðir af 14 í undankeppni Mið- og Norður-Ameríku, í næstneðsta sæti riðilsins. Mexíkó er efst með 14 stig, Bandaríkin í 2. sæti með 11 og Kanada í 3. sæti með 10 stig, en þrjú lið komast beint á HM og eitt lið í umspil. Þó að Kári Árnason hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið fyrir síðustu landsleiki þá hafa fleiri leikmenn Víkings en Pablo verið í landsliðsverkefnum í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason, Kristall Máni Ingason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru allir í U21-landsliðshópnum sem mætti Portúgal á þriðjudaginn. Þá var Kwame Quee í landsliði Síerra Leóne og bar fyrirliðabandið í vináttulandsleik, svo alls sex leikmenn Víkings voru í landsliðsverkefnum.
HM 2022 í Katar Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira