Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 11:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu eftir brotthvarf Birgis Þórarinssonar þingmanns úr flokknum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. „Fjöldi fólks studdi þennan frambjóðanda og flokkinn í kosningum og áður en að búið er að setja þing er sá sem kosinn var út á það að vera í framboði fyrir miðflokkinn farinn í annan flokk og virðist hafa lagt drög að því í einhvern tíma,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Birgir Þórarinsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, tveimur vikum eftir þingkosningar og eftir fjögurra ára þingsetu fyrir Miðflokkinn. „Ég held að ég verði bara að biðja flokksmenn afsökunar fyrir hönd flokksins að þetta hafi farið svona og raunar kannski kjósendur sem ætluðu ekki að verja atkvæði sínu til að styðja þingmann sjálfstæðisflokksins.“ Birgir gaf þær skýringar í gær að Klaustursmálið svokallaða hafi verið ástæða þess að hann hefði ákveðið að segja skilið við flokkinn, en málið kom upp fyrir þremur árum síðan. Sigmundur segist ekki gefa mikið fyrir þær skýringar og telur vistaskipti Birgis hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Auðvitað gerist þetta mjög snögglega, þetta kemur upp á yfirborðið snögglega en það voru greinilega búin að eiga sér stað einhver samtöl þarna,“ segir Sigmundur. Nú eru aðeins tveir menn eftir í þingflokki Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, en Sigmundur tekur fyrir að flokkurinn sé í krísu. „Nei, nú ætla ég að vera ósammála þér þó ég hafi tekið undir ýmsar áhyggjur þínar í þættinum. Miðflokkruinn er vel stemmdur,“ segir Sigmundur. Birgir hafi siglt undir fölsku flaggi Sigmundur segist velta fyrir sér kosningakerfinu vegna þessa. Það sé byggt á því að fólk kjósi flokka og treysti á að frambjóðendur sigli ekki undir fölsku flaggi. „Menn þurfa að geta treyst því að frambjóðendur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þeir séu raunverulega hluti af þeim hópi, þeim flokki, sem viðkomandi kjósandi treystir fyrir atkvæði sínu. Auðvitað getur komið upp pólitískur ágreiningur innan flokka og við höfum séð mörg dæmi um það á undanförnum árum að fólk hafi farið á milli flokka,“ segir Sigmundur. „En það hefur þá gerst í framhaldinu af einhverri uppákomu, einhverjum pólitískum ágreiningi. Það á augljóslega ekki við í þessu tilviki, þegar ekki var einu sinni búið að halda þingflokksfund, ekki var búið að setja Alþingi og menn ekki einu sinni komnir með kjörbréfið. Það er, finnst mér, ekki góð framkoma gagnvart kjósendum, sem hafa nú mátt þola slæma framkomu af hálfu stjórnmálamanna sem eru alltaf að gefa frá sér valdið, lofandi hverju sem er fyrir kosningar en gera svo ekkert með þau fyrirheit.“ Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
„Fjöldi fólks studdi þennan frambjóðanda og flokkinn í kosningum og áður en að búið er að setja þing er sá sem kosinn var út á það að vera í framboði fyrir miðflokkinn farinn í annan flokk og virðist hafa lagt drög að því í einhvern tíma,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Birgir Þórarinsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, tveimur vikum eftir þingkosningar og eftir fjögurra ára þingsetu fyrir Miðflokkinn. „Ég held að ég verði bara að biðja flokksmenn afsökunar fyrir hönd flokksins að þetta hafi farið svona og raunar kannski kjósendur sem ætluðu ekki að verja atkvæði sínu til að styðja þingmann sjálfstæðisflokksins.“ Birgir gaf þær skýringar í gær að Klaustursmálið svokallaða hafi verið ástæða þess að hann hefði ákveðið að segja skilið við flokkinn, en málið kom upp fyrir þremur árum síðan. Sigmundur segist ekki gefa mikið fyrir þær skýringar og telur vistaskipti Birgis hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Auðvitað gerist þetta mjög snögglega, þetta kemur upp á yfirborðið snögglega en það voru greinilega búin að eiga sér stað einhver samtöl þarna,“ segir Sigmundur. Nú eru aðeins tveir menn eftir í þingflokki Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, en Sigmundur tekur fyrir að flokkurinn sé í krísu. „Nei, nú ætla ég að vera ósammála þér þó ég hafi tekið undir ýmsar áhyggjur þínar í þættinum. Miðflokkruinn er vel stemmdur,“ segir Sigmundur. Birgir hafi siglt undir fölsku flaggi Sigmundur segist velta fyrir sér kosningakerfinu vegna þessa. Það sé byggt á því að fólk kjósi flokka og treysti á að frambjóðendur sigli ekki undir fölsku flaggi. „Menn þurfa að geta treyst því að frambjóðendur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þeir séu raunverulega hluti af þeim hópi, þeim flokki, sem viðkomandi kjósandi treystir fyrir atkvæði sínu. Auðvitað getur komið upp pólitískur ágreiningur innan flokka og við höfum séð mörg dæmi um það á undanförnum árum að fólk hafi farið á milli flokka,“ segir Sigmundur. „En það hefur þá gerst í framhaldinu af einhverri uppákomu, einhverjum pólitískum ágreiningi. Það á augljóslega ekki við í þessu tilviki, þegar ekki var einu sinni búið að halda þingflokksfund, ekki var búið að setja Alþingi og menn ekki einu sinni komnir með kjörbréfið. Það er, finnst mér, ekki góð framkoma gagnvart kjósendum, sem hafa nú mátt þola slæma framkomu af hálfu stjórnmálamanna sem eru alltaf að gefa frá sér valdið, lofandi hverju sem er fyrir kosningar en gera svo ekkert með þau fyrirheit.“
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32
Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58