Kjarnorkuvísindamaðurinn AQ Khan er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 09:54 AQ Khan veðrur líklega helst minnst fyrir að hafa selt kjarnorkutækni til Norður-Kóreu, Líbíu og Íran. EPA/T. MUGHAL Pakistanski kjarnorkuvísindamaðurinn Abdul Qadeer Khan, betur þekktur sem AQ Khan, er látinn, 85 ára að aldri. Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk. Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk.
Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira