Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:01 Blaðakonan og nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa gagnrýnir Facebook harðlega fyrir að skaða lýðræði með því að dreifa lygum og hatri. Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim. Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim.
Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03