Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:01 Blaðakonan og nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa gagnrýnir Facebook harðlega fyrir að skaða lýðræði með því að dreifa lygum og hatri. Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim. Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim.
Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03