Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 12:19 Hvalfjarðargangamálið vakti mikla athygli á síðasta ári. Sex voru dæmd í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Vísir/Jóhann K. Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á. Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á.
Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12
Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47