Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 14:31 Sigyn Blöndal starfaði áður sem umsjónarkona KrakkaRÚV og Stundarinnar okkar. Steindór Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira