Mæta til leiks í úrslit Þjóðadeildarinnar ósigraðir í 37 leikjum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 13:30 Roberto Mancini mætir til Ítalíu með Evrópumeistarabikarinn sem ítalska landsliðið vann á Wembley í sumar. Ítalar geta núna unnið annan bikar í þessari viku þegar spilað er til úrslita í Þjóðadeildinni. EPA-EFE/TELENEWS Ítalir gætu unnið sinn annan titil á þessu ári þegar úrslitaleikir Þjóðadeildarinnar fara fram í vikunni. Ítalska liðið er á heimavelli og hefur ekki tapað leik í þrjú ár. Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira