Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:41 Ólafur Ragnar Grímsson segir mikið hafa breyst frá fyrsta þingi Hringborðs norðurslóða. Nú viðurkenni allar þjóðir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Stöð 2/Arnar Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45