Kallaði dómarana hvað eftir annað blinda eftir sigurleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 09:30 Joey Bosa fagnari sigri Los Angeles Chargers í nótt en hann var ennþá reiður á blaðamannafundi eftir leik. AP/Marcio Jose Sanchez Oftast eru leikmenn ekki mikið að væla yfir dómurunum eftir sigurleiki en varnartröllið og ein stærsta stjarna Los Angeles Chargers er ekki í þeim hópi. Joey Bosa var nefnilega mjög ósáttur eftir leik Los Angeles Chargers og Las Vegas Raiders í NFL deildinni í nótt en Bosa og félagar hjá Chargers urðu þá fyrstir til að vinna Raiders liðið á tímabilinu. #Chargers OLB Joey Bosa on the 15-yard penalty he got tonight, The refs are blind. I m sorry, but you re blind. Like, open your eyes and do your job. Its so bad. He did take ownership and say he shouldn t lose his cool in that situation. pic.twitter.com/s5OZPoWwCd— Fernando Ramirez (@RealFRamirez) October 5, 2021 Það sem gerði Bosa svo reiðann var að dómararnir dæmdu á hann víti í lokaleikhlutanum sem hefði getað orðið hans liði mjög dýrkeypt. Raiders kastaði hins vegar boltanum frá sér strax í kjölfarið og Los Angeles Chargers endaði á því að vinna leikinn 28-14. „Ég veit ekki einu sinni hvernig þeir fóru af því að dæma þetta víti á mig því ég var gjörsamlega sjóðandi,“ sagði Joey Bosa og bætti við: „En dómararnir eru bara blindir, svo einfalt er það. Þið fyrirgefið en þið eruð bara blindir. Opnið augun og sinnið ykkar starfi. Þetta er svo lélegt að það er erfitt að trúa því sem er dæmt,“ sagði Bosa. Bosa fékk dæmt á sig víti fyrir óíþróttamannslega framkomu fyrir að rífast í dómurunum. Vítið færði Raiders boltann. Joey Bosa off the edge #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/ZGj65bOdQv— NFL (@NFL) October 5, 2021 „Það er augljóslega mér að kenna. Ég á aldrei að missa stjórn á skapi mínu eins og þarna en dómararnir verða bara að standa sig betur. Þetta hafa verið mörg ár af hræðilegri dómgæslu, hægri, vinstri,“ sagði Bosa. „Þetta er virkilega aumkunarvert ef ég segi alveg eins og er en það var líka aumkunarvert mér að haga mér svona. Hvort sem að það er dæmt eða ekki þá þarf ég að stíga til baka og einbeita mér að næstu sókn. Það lítur samt út fyrir að þeir opni ekki augun nema helminginn af leikjunum,“ sagði Bosa. How about Justin Herbert?Three first half touchdowns for the kid. #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/f9Nwbb3xjm— NFL (@NFL) October 5, 2021 Justin Herbert, leikstjórnandi Los Angeles Chargers, gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum þar sem lið hans náði 21-0 forystu. Eftir þetta fyrsta tap Las Vegas Raiders á tímabilinu, eftir þrjá sigra í röð í byrjun leiktíðar, þá er aðeins eitt lið með fjóra sigra í fjórum leikjum og það er Arizona Cardinals. Charges komst líka upp fyrir Raiders á innbyrðis viðureignum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. NFL Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Joey Bosa var nefnilega mjög ósáttur eftir leik Los Angeles Chargers og Las Vegas Raiders í NFL deildinni í nótt en Bosa og félagar hjá Chargers urðu þá fyrstir til að vinna Raiders liðið á tímabilinu. #Chargers OLB Joey Bosa on the 15-yard penalty he got tonight, The refs are blind. I m sorry, but you re blind. Like, open your eyes and do your job. Its so bad. He did take ownership and say he shouldn t lose his cool in that situation. pic.twitter.com/s5OZPoWwCd— Fernando Ramirez (@RealFRamirez) October 5, 2021 Það sem gerði Bosa svo reiðann var að dómararnir dæmdu á hann víti í lokaleikhlutanum sem hefði getað orðið hans liði mjög dýrkeypt. Raiders kastaði hins vegar boltanum frá sér strax í kjölfarið og Los Angeles Chargers endaði á því að vinna leikinn 28-14. „Ég veit ekki einu sinni hvernig þeir fóru af því að dæma þetta víti á mig því ég var gjörsamlega sjóðandi,“ sagði Joey Bosa og bætti við: „En dómararnir eru bara blindir, svo einfalt er það. Þið fyrirgefið en þið eruð bara blindir. Opnið augun og sinnið ykkar starfi. Þetta er svo lélegt að það er erfitt að trúa því sem er dæmt,“ sagði Bosa. Bosa fékk dæmt á sig víti fyrir óíþróttamannslega framkomu fyrir að rífast í dómurunum. Vítið færði Raiders boltann. Joey Bosa off the edge #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/ZGj65bOdQv— NFL (@NFL) October 5, 2021 „Það er augljóslega mér að kenna. Ég á aldrei að missa stjórn á skapi mínu eins og þarna en dómararnir verða bara að standa sig betur. Þetta hafa verið mörg ár af hræðilegri dómgæslu, hægri, vinstri,“ sagði Bosa. „Þetta er virkilega aumkunarvert ef ég segi alveg eins og er en það var líka aumkunarvert mér að haga mér svona. Hvort sem að það er dæmt eða ekki þá þarf ég að stíga til baka og einbeita mér að næstu sókn. Það lítur samt út fyrir að þeir opni ekki augun nema helminginn af leikjunum,“ sagði Bosa. How about Justin Herbert?Three first half touchdowns for the kid. #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/f9Nwbb3xjm— NFL (@NFL) October 5, 2021 Justin Herbert, leikstjórnandi Los Angeles Chargers, gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum þar sem lið hans náði 21-0 forystu. Eftir þetta fyrsta tap Las Vegas Raiders á tímabilinu, eftir þrjá sigra í röð í byrjun leiktíðar, þá er aðeins eitt lið með fjóra sigra í fjórum leikjum og það er Arizona Cardinals. Charges komst líka upp fyrir Raiders á innbyrðis viðureignum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.
NFL Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira