Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 21:31 Elías Rafn hefur slegið í gegn á leiktíðinni. @fcmidtjylland Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Sjá meira