Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 12:00 Helga Vala Helgadóttir telur að fjölmargir muni leitar réttar síns sama hver niðurstaða kjörbréfanefndar verður.Magnús Davíð Norðdahl kærir framkvæmd talningarinnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis í dag. Vísir Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31
Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31
Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52