Ítalíumeistarar Inter eru líka meistarar í taprekstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 12:00 Inter maðurinn Lautaro Martinez kissir Ítalíumeistarabikarinn síðasta vor. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Þeir sem hneyksluðust á miklum taprekstri Juventus á síðasta fjárhagsári þurftu ekki að bíða lengi eftir að annað ítalska félag gerði enn betur eða verr eins og væri réttara að segja. Ítalíumeistarar Internazionale birtu í gær ársreikning sinn fyrir fjárhagstímabilið 2020-21 og það er ekki falleg lesning. Inter menn náðu nefnilega að setja nýtt met í taprekstri en tap félagsins á þessu eina fjárhagsári var upp á 245,6 milljónir evra eða 37,2 milljarða íslenskra króna. NEWS | Inter Milan have reported a record loss of 245.6 million (£211 million) for the 2020-21 financial year the biggest loss ever recorded by a Serie A club.More from @JamesHorncastle & @mjshrimperhttps://t.co/euhYlgTazg— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 30, 2021 Met Juventus frá því fyrr í mánuðinum var tap upp á 210 milljónir evra eða 31,8 milljarð íslenskra króna. Inter fór rúmlega fimm milljarða fram úr Juve mönnum. Auðvitað hafði kórónuveirufaraldurinn gríðarleg áhrif á Ítalíu og aðalskýringin sem var gefin eru horfnar tekjur af heimaleikjum liðsins. Kínversku eigendurnir Suning hafa líka verið í miklum fjárhagskröggum heima fyrir. Athygli vakti þegar Antonio Conte gekk út eftir að hafa gert Inter liðið að ítölskum meisturum í vor og þar spilaði slæm fjárhagsstaða stóra rullu. Félagið seldi líka tvo stjörnuleikmenn í sumar, Achraf Hakimi fór til PSG fyrir 70 milljónir evra og Romelu Lukaku fór til Chelsea fyrir 115 milljónir evra. Inter mun þurfa að taka stór lán til að redda rekstrinum og það mun síðan örugglega hafa hamlandi áhrif á félagið í framtíðinni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Ítalíumeistarar Internazionale birtu í gær ársreikning sinn fyrir fjárhagstímabilið 2020-21 og það er ekki falleg lesning. Inter menn náðu nefnilega að setja nýtt met í taprekstri en tap félagsins á þessu eina fjárhagsári var upp á 245,6 milljónir evra eða 37,2 milljarða íslenskra króna. NEWS | Inter Milan have reported a record loss of 245.6 million (£211 million) for the 2020-21 financial year the biggest loss ever recorded by a Serie A club.More from @JamesHorncastle & @mjshrimperhttps://t.co/euhYlgTazg— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 30, 2021 Met Juventus frá því fyrr í mánuðinum var tap upp á 210 milljónir evra eða 31,8 milljarð íslenskra króna. Inter fór rúmlega fimm milljarða fram úr Juve mönnum. Auðvitað hafði kórónuveirufaraldurinn gríðarleg áhrif á Ítalíu og aðalskýringin sem var gefin eru horfnar tekjur af heimaleikjum liðsins. Kínversku eigendurnir Suning hafa líka verið í miklum fjárhagskröggum heima fyrir. Athygli vakti þegar Antonio Conte gekk út eftir að hafa gert Inter liðið að ítölskum meisturum í vor og þar spilaði slæm fjárhagsstaða stóra rullu. Félagið seldi líka tvo stjörnuleikmenn í sumar, Achraf Hakimi fór til PSG fyrir 70 milljónir evra og Romelu Lukaku fór til Chelsea fyrir 115 milljónir evra. Inter mun þurfa að taka stór lán til að redda rekstrinum og það mun síðan örugglega hafa hamlandi áhrif á félagið í framtíðinni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira