Skipt um lás í Suðvesturkjördæmi og öryggisvörður gætti gagna í Ráðhúsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2021 11:28 Svona eru innsiglin sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis virðist hafa gengið hvað lengst til þess að tryggja öryggi kjörgagna á kjördag og eftir talningu atkvæða. Skipt var um lás á geymslunni þar sem kjörgögnin voru geymd og eini lykillinn að henni skilinn eftir í vörslu yfirkjörstjórnar. Þetta er á meðal þess sem lesa má úr skýrslum yfirkjörstjórna í kjördæmunum sex sem skilað var inn til landskjörstjórnar í vikunni. Fréttastofa fékk skýrslurnar afhentar í gær og má í þeim meðal annars finna upplýsingar um hvernig kjörgögn voru geymd að lokinni talningu í kjördæmunum sex. Nálgast má skýrslur og fundargerðir yfirkjörstjórnanna sex neðst í fréttinni. Norðvesturkjördæmi eina kjördæmið þar sem kjörgögn voru ekki innsigluð Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu, en svo var ekki gert í Norðvesturkjördæmi. Í fundargerð yfirkjörstjórnar kjördæmisins kemur fram að að talningu lokinni, klukkan 07.35 á sunnudagsmorgun, hafi kjörgögn verið geymd í salnum þar sem talningin fór fram, hann læstur og öryggismyndavélar við inngang hans. Ekkert er minnst á að salurinn hafi verið innsiglaður, og raunar hefur Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, viðurkennt að innsigli hafi ekki verið límt fyrir hurðina að salnum. Í greinargerð Inga til landskjörstjórnar er jafnframt tekið fram að lokinni endurtalningu á sunnudeginum, sem reyndist örlagarík fyrir tíu þingmannsefni, hafi atkvæðin verið flutt í innsiglaðan fangaklefa: „Við innganginn í salinn eru öryggismyndavélar. Að lokinni endurtalningu voru kjörgögn þ.m.t. atkvæðaseðlar flutt í innsiglaðan fangaklefa á lögreglustöðinni í Borgarnesi“ Þá er tekið fram að upptökur úr öryggismyndavélum sem sýni innganginn í salinn þar sem talning fór fram séu komnar til lögreglu. Þess ber að geta að landskjörstjórn hefur bókað að hún hafi ekki fengið staðfestingu þess efnis frá yfirkjörstjórninni í Norðvesturkjördæmi að varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi, bókun landskjörstjórnar er byggð á upplýsingum úr fundargerð og greinargerð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. En hvernig var þetta í hinum kjördæmunum? Í greinargerð yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi má lesa að eftir að lokatölur voru tilkynntar úr kjördæminu var gengið frá kjörgögnunum í læstri geymslu með innsigli yfirkjörstjórnar. Kjörgögnin sjálf voru innsigluð og skipt var um læsingar á geymslunni til þess að eins einn lykill, sem var í vörslu yfirkjörstjórnar, væri að geymslunni. Þessi háttur hafi áður verið á, og sami háttur hafi verið á í þetta skiptið. Öryggisvörður í Ráðhúsinu og húsvörður á Akureyri Í fundargerð yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis má lesa að áður en að yfirkjörstórn þar yfirgaf talningarstað hafi salnum, sem geymdi kjörgögnin, verið læst og hann innsiglaður. Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur skiluðu inn sameiginlegri greinargerð og þar kemur fram að þegar talningu var lokið hafi atkvæðaseðlar verið variveittir undir umsjón yfirkjörstjórnar. Fyrst í læstum talningarsal, síðan í lokuðu rými í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar undir innsigli. Þangað voru kjörgögnin flutt að morgni sunnudags. Öryggisvörður á vegum yfirkjörstjórnar var fyrir utan talningarsalinn fram að flutningi atkvæðanna. Í greinargerð yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis segir að eftir að vinnu var lokið við talningu hafi kjörkössum verið læst og salnum þar sem þeir voru geymdir einnig verið læst. Öryggisvörður gætti læsts og innsiglaðs sals þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórnir í Reykjavík tóku sér hléVísir/Vilhelm Raufar kjörkassanna hafi verið innsiglaðar allan tímann með innsiglisborða. Brekkuskóli á Akureyri, þar sem talning fór fram, var svo vaktaður af húsverði og með öryggismyndavélum á meðan kjörstjórn gerði hlé á störfum sínum. Formaður yfirkjörstjórnar varðveitti lykla að kjörkössum og salnum þar sem kjörgögnin voru geymd. Lesa má og skoða þau gögn sem fréttastofa fékk frá landskjörstjórn hér að neðan. Tengd skjöl RS_staðfest_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF3.3MBSækja skjal RN_staðfest_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF2.7MBSækja skjal RN_RS_greinargerð_yfirkjörstjórnaPDF985KBSækja skjal SV_bréf_yfirkjörstjórnar_til_landskjörstjórnar_og_endurrit_gerðabókarPDF1.5MBSækja skjal NA_greinargerð_yfirkjörstjórnarPDF74KBSækja skjal NA_endurrit_gerðabókar_yfirkjörstjórnar_25PDF115KBSækja skjal SU_ferill_atkvæðaPDF78KBSækja skjal SU_Skýrsla_til_Landskjörstjórnar_(002)PDF92KBSækja skjal SU_Yfirkjörstjórn_Suðurkjördæmis_Fundargerð_27PDF93KBSækja skjal SU_Yfirkjörstjórn_Suðurkjördæmis_Fundargerð_25PDF182KBSækja skjal NV_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF39KBSækja skjal NV_greinargerð_yfirkjörstjórnarPDF27KBSækja skjal Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem lesa má úr skýrslum yfirkjörstjórna í kjördæmunum sex sem skilað var inn til landskjörstjórnar í vikunni. Fréttastofa fékk skýrslurnar afhentar í gær og má í þeim meðal annars finna upplýsingar um hvernig kjörgögn voru geymd að lokinni talningu í kjördæmunum sex. Nálgast má skýrslur og fundargerðir yfirkjörstjórnanna sex neðst í fréttinni. Norðvesturkjördæmi eina kjördæmið þar sem kjörgögn voru ekki innsigluð Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu, en svo var ekki gert í Norðvesturkjördæmi. Í fundargerð yfirkjörstjórnar kjördæmisins kemur fram að að talningu lokinni, klukkan 07.35 á sunnudagsmorgun, hafi kjörgögn verið geymd í salnum þar sem talningin fór fram, hann læstur og öryggismyndavélar við inngang hans. Ekkert er minnst á að salurinn hafi verið innsiglaður, og raunar hefur Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, viðurkennt að innsigli hafi ekki verið límt fyrir hurðina að salnum. Í greinargerð Inga til landskjörstjórnar er jafnframt tekið fram að lokinni endurtalningu á sunnudeginum, sem reyndist örlagarík fyrir tíu þingmannsefni, hafi atkvæðin verið flutt í innsiglaðan fangaklefa: „Við innganginn í salinn eru öryggismyndavélar. Að lokinni endurtalningu voru kjörgögn þ.m.t. atkvæðaseðlar flutt í innsiglaðan fangaklefa á lögreglustöðinni í Borgarnesi“ Þá er tekið fram að upptökur úr öryggismyndavélum sem sýni innganginn í salinn þar sem talning fór fram séu komnar til lögreglu. Þess ber að geta að landskjörstjórn hefur bókað að hún hafi ekki fengið staðfestingu þess efnis frá yfirkjörstjórninni í Norðvesturkjördæmi að varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi, bókun landskjörstjórnar er byggð á upplýsingum úr fundargerð og greinargerð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. En hvernig var þetta í hinum kjördæmunum? Í greinargerð yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi má lesa að eftir að lokatölur voru tilkynntar úr kjördæminu var gengið frá kjörgögnunum í læstri geymslu með innsigli yfirkjörstjórnar. Kjörgögnin sjálf voru innsigluð og skipt var um læsingar á geymslunni til þess að eins einn lykill, sem var í vörslu yfirkjörstjórnar, væri að geymslunni. Þessi háttur hafi áður verið á, og sami háttur hafi verið á í þetta skiptið. Öryggisvörður í Ráðhúsinu og húsvörður á Akureyri Í fundargerð yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis má lesa að áður en að yfirkjörstórn þar yfirgaf talningarstað hafi salnum, sem geymdi kjörgögnin, verið læst og hann innsiglaður. Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur skiluðu inn sameiginlegri greinargerð og þar kemur fram að þegar talningu var lokið hafi atkvæðaseðlar verið variveittir undir umsjón yfirkjörstjórnar. Fyrst í læstum talningarsal, síðan í lokuðu rými í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar undir innsigli. Þangað voru kjörgögnin flutt að morgni sunnudags. Öryggisvörður á vegum yfirkjörstjórnar var fyrir utan talningarsalinn fram að flutningi atkvæðanna. Í greinargerð yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis segir að eftir að vinnu var lokið við talningu hafi kjörkössum verið læst og salnum þar sem þeir voru geymdir einnig verið læst. Öryggisvörður gætti læsts og innsiglaðs sals þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórnir í Reykjavík tóku sér hléVísir/Vilhelm Raufar kjörkassanna hafi verið innsiglaðar allan tímann með innsiglisborða. Brekkuskóli á Akureyri, þar sem talning fór fram, var svo vaktaður af húsverði og með öryggismyndavélum á meðan kjörstjórn gerði hlé á störfum sínum. Formaður yfirkjörstjórnar varðveitti lykla að kjörkössum og salnum þar sem kjörgögnin voru geymd. Lesa má og skoða þau gögn sem fréttastofa fékk frá landskjörstjórn hér að neðan. Tengd skjöl RS_staðfest_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF3.3MBSækja skjal RN_staðfest_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF2.7MBSækja skjal RN_RS_greinargerð_yfirkjörstjórnaPDF985KBSækja skjal SV_bréf_yfirkjörstjórnar_til_landskjörstjórnar_og_endurrit_gerðabókarPDF1.5MBSækja skjal NA_greinargerð_yfirkjörstjórnarPDF74KBSækja skjal NA_endurrit_gerðabókar_yfirkjörstjórnar_25PDF115KBSækja skjal SU_ferill_atkvæðaPDF78KBSækja skjal SU_Skýrsla_til_Landskjörstjórnar_(002)PDF92KBSækja skjal SU_Yfirkjörstjórn_Suðurkjördæmis_Fundargerð_27PDF93KBSækja skjal SU_Yfirkjörstjórn_Suðurkjördæmis_Fundargerð_25PDF182KBSækja skjal NV_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF39KBSækja skjal NV_greinargerð_yfirkjörstjórnarPDF27KBSækja skjal
Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07
Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24