Bryndís segist elska hunda Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 16:22 Bryndís segir skrif Vilhjálms þar sem hann segir hana hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík, ekki svaraverð en hún svarar nú samt, með sínum hætti, á Facebook-síðu sinni þar sem hún birtir fjölda mynda af hundum og tilkynnir að hún elski hunda. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður skrifaði pistil sem birtist í gær þar sem hann gagnrýndi það harkalega að Bryndís Haraldsdóttir hafi á sínum tíma verið færð upp fyrir hann á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum. Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira