Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 16:18 Alexei Navalní situr í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð vegna umdeilds dóms frá 2014. AP/Alexander Zemlianichenko Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira