Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 15:19 Hótel Laugarbakki er staðsett nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar eru 56 herbergi. Örn Arnarsson Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39