Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Snorri Másson skrifar 27. september 2021 20:03 Til vinstri Olaf Scholz, líklega verðandi kanslari Þýskalands, til hægri Maximilian Conrad stjórnmálafræðiprófessor, og svo þarf ekki að segja neinum hver á hendurnar á myndinni úr þýska þinginu. Getty Images/Vísir Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“ Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“
Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47
Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48