„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2021 16:14 Katrín Jakobsdóttir er hugsi yfir framkvæmd kosninga og mikilvægt að enginn vafi leiki á úrslitum kosninga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04