Ólíklegt að allt verði eins og það var Samúel Karl Ólason og Snorri Másson skrifa 27. september 2021 15:57 Bjarni Benediktsson, ræddi við blaðamenn eftir fundinn í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira