Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 15:37 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14