Lazio vann Roma í Rómarborgarrimmu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. september 2021 18:30 Ciro Immobile í baráttu við Bryan Cristante EPA-EFE/Riccardo Antimiani Lazio vann 3-2 sigur á erkifjendunum í Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Serie A, í dag í frábærum leik. Lazio sem sat fyrir leikinn í 9. sæti deildarinnar ásamt Empoli komst fljótlega yfir í leiknum með marki frá Milenkovic-Savic á 10. mínútu. Felipe Anderson átti þá stórkostlega sendingu inn í teiginn beint á kollinn á Milenkovic Savic sem skoraði auðveldlega. Það var svo á 19. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystuna. En Pedro skoraði þá rétt viið vítateigslínuna eftir hraða sókn sem Ciro Immobile átti frá a til ö. 2-0 og lærisveinar Jose Mourinho í vandræðum. Roma minnkaði þó muninn áður en það var flautað til hálfleiks. Á 41. mínútu skoraði Roger Ibanez með góðum skalla af nærsvæðinu eftir hornspyrnu. 2-1 í hálfleik og allt opið. Á 62. mínútu töpuðu leikmenn Roma boltanum klaufalega í sókninni og Lazio geystist fram. Immobile bar boltann alla leið upp að markteignum þar sem hann lék á varnarmann, lék á markvörðinn og gaf boltann á Felipe Anderson sem skoraði auðveldlega. Frábærlega gert hjá Immobile. Roma lagaði svo stöðuna á 68. mínútu úr vítaspyrnu. Jordan Veretout skoraði örugglega úr vítinu en nær komust gestirnir ekki og Lazio vann frábæran sigur í þessum slag fornra erkifjenda. Með sigrinum fór Lazio upp í sjötta sæti deildarinnar en Roma situr í fjórða sætinu. Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Lazio sem sat fyrir leikinn í 9. sæti deildarinnar ásamt Empoli komst fljótlega yfir í leiknum með marki frá Milenkovic-Savic á 10. mínútu. Felipe Anderson átti þá stórkostlega sendingu inn í teiginn beint á kollinn á Milenkovic Savic sem skoraði auðveldlega. Það var svo á 19. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystuna. En Pedro skoraði þá rétt viið vítateigslínuna eftir hraða sókn sem Ciro Immobile átti frá a til ö. 2-0 og lærisveinar Jose Mourinho í vandræðum. Roma minnkaði þó muninn áður en það var flautað til hálfleiks. Á 41. mínútu skoraði Roger Ibanez með góðum skalla af nærsvæðinu eftir hornspyrnu. 2-1 í hálfleik og allt opið. Á 62. mínútu töpuðu leikmenn Roma boltanum klaufalega í sókninni og Lazio geystist fram. Immobile bar boltann alla leið upp að markteignum þar sem hann lék á varnarmann, lék á markvörðinn og gaf boltann á Felipe Anderson sem skoraði auðveldlega. Frábærlega gert hjá Immobile. Roma lagaði svo stöðuna á 68. mínútu úr vítaspyrnu. Jordan Veretout skoraði örugglega úr vítinu en nær komust gestirnir ekki og Lazio vann frábæran sigur í þessum slag fornra erkifjenda. Með sigrinum fór Lazio upp í sjötta sæti deildarinnar en Roma situr í fjórða sætinu.
Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira