Vildu frelsa talningarfólk: „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2021 07:01 Patta og Bassa leist ekkert á stemninguna í Laugardalshöll í gær. Þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fóru á stúfana í fyrrakvöld, þegar spennan vegna Alþingiskosninganna stóð sem hæst. Þeim þótti miður að talningarfólk í Laugardalshöll væri látið geyma símana sína í kassa og kölluðu eftir því að fólkið yrði frelsað sem fyrst. Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum. Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum.
Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira