Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2021 20:03 Valli ber hreifann upp að andlitinu á bryggjunni í morgun. Lilja Jóhannesdóttir Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar. Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur. Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur.
Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira