Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 08:00 Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, treystir því að starfsfólk kjörstjórna geri sér grein fyrir skyldum sínum. Samsett Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26
Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19