„Við héldum að við myndum sleppa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 12:36 Skólahald hófst með eðlilegum hætti á Reyðarfirði í morgun eftir nokkurra daga lokun. Vísir/vilhelm Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. 36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54
Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52