Tökum okkur tíma Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2021 07:00 Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun