Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2021 20:01 Þau Ragnhildur Hjaltadóttir og Alfreð Garðarsson giftu sig í Miðgarðakirkju og skírðu og fermdu börnin sína þar. Vísir/Sigurjón Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira