Þegar málþófið svæfði lýðræðið Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2021 09:30 Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun