Annað hugarfar á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson skrifar 21. september 2021 07:30 Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Suðvesturkjördæmi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun