Nýta mögulega hraðpróf til að fleiri geti notið dramatíkurinnar í Víkinni Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 15:30 Víkingar hafa verið dyggilega studdir í síðustu leikjum á leið sinni á topp Pepsi Max-deildarinnar. Ein umferð er eftir. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar vinna nú að því að sem flestir eigi þess kost að vera viðstaddir þegar þeir freista þess að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fótbolta í þrjátíu ár, á laugardaginn. Hugsanlegt er að leikur Víkings og Leiknis verði fyrsti „hraðprófaviðburðurinn“ á Íslandi. Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina á laugardaginn og nægir því að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari. Víkingur greindi frá því á Twitter í dag að uppselt væri á leikinn en að unnið væri að því að fjölga miðum. Eins og staðan er í dag eru allir miðar uppseldir á leik Víkings og Leiknis sem fram fer næsta laugardag. Fundur er hjá stjórn Knattspyrnudeildar í kvöld þar sem skoðað verður hvernig hægt verður að bæta við miðum. Tilkynning verður send út í hádeginu á morgun þriðjudag.— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2021 Sem stendur eru 1.000 manns, 16 ára og eldri, með miða á leikinn því Víkingar geta skipt áhorfendasvæði sínu upp í tvö 500 manna sóttvarnahólf. Börn fædd 2006 og síðar eru ekki talin með í reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Að hámarki 500 manns megi koma saman í rými á knattspyrnuleikjum utanhúss án annarra skilyrða. Mögulega 1.500 manns auk barna Með notkun hraðprófa geta hins vegar 1.500 manns komið saman í einu rými. Það er möguleiki sem Víkingar eru nú að skoða: „Þá gæti þetta orðið eitt hólf fyrir 1.500 manns, auk krakka. Við yrðum þá með bretti og slíkt til að búa til stæði fyrir 500 manns. Ég held að við yrðum þá fyrsti viðburðurinn til að nýta þessi hraðpróf,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Verði þetta raunin munu gestir á Víkingsvelli þurfa að sýna forsjálni og fara í hraðpróf seint á fimmtudaginn, á föstudag eða snemma laugardags (innan við 48 klukkustundum fyrir leik) og sýna svo neikvæða niðurstöðu við komuna á Víkingsvöll á laugardag. Ef allt gengur að óskum hjá Víkingum er því mögulegt að hátt í 2.000 manns, að börnum meðtöldum, sjái liðið landa langþráðum Íslandsmeistaratitli. Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina á laugardaginn og nægir því að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari. Víkingur greindi frá því á Twitter í dag að uppselt væri á leikinn en að unnið væri að því að fjölga miðum. Eins og staðan er í dag eru allir miðar uppseldir á leik Víkings og Leiknis sem fram fer næsta laugardag. Fundur er hjá stjórn Knattspyrnudeildar í kvöld þar sem skoðað verður hvernig hægt verður að bæta við miðum. Tilkynning verður send út í hádeginu á morgun þriðjudag.— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2021 Sem stendur eru 1.000 manns, 16 ára og eldri, með miða á leikinn því Víkingar geta skipt áhorfendasvæði sínu upp í tvö 500 manna sóttvarnahólf. Börn fædd 2006 og síðar eru ekki talin með í reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Að hámarki 500 manns megi koma saman í rými á knattspyrnuleikjum utanhúss án annarra skilyrða. Mögulega 1.500 manns auk barna Með notkun hraðprófa geta hins vegar 1.500 manns komið saman í einu rými. Það er möguleiki sem Víkingar eru nú að skoða: „Þá gæti þetta orðið eitt hólf fyrir 1.500 manns, auk krakka. Við yrðum þá með bretti og slíkt til að búa til stæði fyrir 500 manns. Ég held að við yrðum þá fyrsti viðburðurinn til að nýta þessi hraðpróf,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Verði þetta raunin munu gestir á Víkingsvelli þurfa að sýna forsjálni og fara í hraðpróf seint á fimmtudaginn, á föstudag eða snemma laugardags (innan við 48 klukkustundum fyrir leik) og sýna svo neikvæða niðurstöðu við komuna á Víkingsvöll á laugardag. Ef allt gengur að óskum hjá Víkingum er því mögulegt að hátt í 2.000 manns, að börnum meðtöldum, sjái liðið landa langþráðum Íslandsmeistaratitli.
Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira