Nýta mögulega hraðpróf til að fleiri geti notið dramatíkurinnar í Víkinni Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 15:30 Víkingar hafa verið dyggilega studdir í síðustu leikjum á leið sinni á topp Pepsi Max-deildarinnar. Ein umferð er eftir. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar vinna nú að því að sem flestir eigi þess kost að vera viðstaddir þegar þeir freista þess að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fótbolta í þrjátíu ár, á laugardaginn. Hugsanlegt er að leikur Víkings og Leiknis verði fyrsti „hraðprófaviðburðurinn“ á Íslandi. Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina á laugardaginn og nægir því að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari. Víkingur greindi frá því á Twitter í dag að uppselt væri á leikinn en að unnið væri að því að fjölga miðum. Eins og staðan er í dag eru allir miðar uppseldir á leik Víkings og Leiknis sem fram fer næsta laugardag. Fundur er hjá stjórn Knattspyrnudeildar í kvöld þar sem skoðað verður hvernig hægt verður að bæta við miðum. Tilkynning verður send út í hádeginu á morgun þriðjudag.— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2021 Sem stendur eru 1.000 manns, 16 ára og eldri, með miða á leikinn því Víkingar geta skipt áhorfendasvæði sínu upp í tvö 500 manna sóttvarnahólf. Börn fædd 2006 og síðar eru ekki talin með í reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Að hámarki 500 manns megi koma saman í rými á knattspyrnuleikjum utanhúss án annarra skilyrða. Mögulega 1.500 manns auk barna Með notkun hraðprófa geta hins vegar 1.500 manns komið saman í einu rými. Það er möguleiki sem Víkingar eru nú að skoða: „Þá gæti þetta orðið eitt hólf fyrir 1.500 manns, auk krakka. Við yrðum þá með bretti og slíkt til að búa til stæði fyrir 500 manns. Ég held að við yrðum þá fyrsti viðburðurinn til að nýta þessi hraðpróf,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Verði þetta raunin munu gestir á Víkingsvelli þurfa að sýna forsjálni og fara í hraðpróf seint á fimmtudaginn, á föstudag eða snemma laugardags (innan við 48 klukkustundum fyrir leik) og sýna svo neikvæða niðurstöðu við komuna á Víkingsvöll á laugardag. Ef allt gengur að óskum hjá Víkingum er því mögulegt að hátt í 2.000 manns, að börnum meðtöldum, sjái liðið landa langþráðum Íslandsmeistaratitli. Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina á laugardaginn og nægir því að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari. Víkingur greindi frá því á Twitter í dag að uppselt væri á leikinn en að unnið væri að því að fjölga miðum. Eins og staðan er í dag eru allir miðar uppseldir á leik Víkings og Leiknis sem fram fer næsta laugardag. Fundur er hjá stjórn Knattspyrnudeildar í kvöld þar sem skoðað verður hvernig hægt verður að bæta við miðum. Tilkynning verður send út í hádeginu á morgun þriðjudag.— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2021 Sem stendur eru 1.000 manns, 16 ára og eldri, með miða á leikinn því Víkingar geta skipt áhorfendasvæði sínu upp í tvö 500 manna sóttvarnahólf. Börn fædd 2006 og síðar eru ekki talin með í reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Að hámarki 500 manns megi koma saman í rými á knattspyrnuleikjum utanhúss án annarra skilyrða. Mögulega 1.500 manns auk barna Með notkun hraðprófa geta hins vegar 1.500 manns komið saman í einu rými. Það er möguleiki sem Víkingar eru nú að skoða: „Þá gæti þetta orðið eitt hólf fyrir 1.500 manns, auk krakka. Við yrðum þá með bretti og slíkt til að búa til stæði fyrir 500 manns. Ég held að við yrðum þá fyrsti viðburðurinn til að nýta þessi hraðpróf,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Verði þetta raunin munu gestir á Víkingsvelli þurfa að sýna forsjálni og fara í hraðpróf seint á fimmtudaginn, á föstudag eða snemma laugardags (innan við 48 klukkustundum fyrir leik) og sýna svo neikvæða niðurstöðu við komuna á Víkingsvöll á laugardag. Ef allt gengur að óskum hjá Víkingum er því mögulegt að hátt í 2.000 manns, að börnum meðtöldum, sjái liðið landa langþráðum Íslandsmeistaratitli.
Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti