Áskorun Landssamtakanna Þroskahjálpar til kjörstjórna Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 20. september 2021 16:01 Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun