Þegar hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Menning Fornminjar Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun