Juventus í fallsæti og fær alltaf á sig mark Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 16:01 Paulo Dybala og félagar eru í tómu veseni. Getty/Nderim Kaceli Það er ýmislegt sögulegt að eiga sér stað hjá ítalska stórveldinu Juventus. Allt á mjög slæman hátt. Juventus hefur, á sinn mælikvarða, byrjað leiktíðina á Ítalíu skelfilega og er í fallsæti eftir fjórar umferðir, með tvö stig. Það hefur þrisvar sinnum gerst í sögu félagsins að Juventus vinni ekki neinn af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum – síðast árið 1960. Samt hefur Juventus komist yfir í þremur leikjanna; 2-0 gegn Udinese, 1-0 gegn Napoli og 1-0 gegn AC Milan í gær, en alltaf misst niður forskotið og jafnvel tapað. Þrátt fyrir endurkomu þjálfarans Massimiliano Allegri, sem vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin sín hjá félaginu, 2014-2019, þá hefur varnarleikurinn verið vandamál, frekar en brottför Cristianos Ronaldo. Það er framhald af lokum síðasta tímabils og hefur Juventus nú fengið á sig mark í hverjum einasta af síðustu átján leikjum sínum. Juventus er raunar að ganga í gegnum lengstu hrinu leikja án þess að halda markinu hreinu, af öllum liðunum í fimm bestu deildum Evrópu. Og það með Evrópumeistaramiðvarðaparið Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar, og hollenska landsliðsmiðvörðinn Matthijs de Ligt einnig til taks. Allegri tók þó skýrt fram eftir jafnteflið við Milan í gær að þeir Chiellini og Bonucci hefðu átt frábæran leik og að sökin væri ekki þeirra. Juventus mætir næst Spezia á miðvikudagskvöld og freistar þess að byrja að rétta úr kútnum en liðið er átta stigum á eftir toppliðunum tveimur frá Mílanó. Napoli getur náð tveggja stiga forystu á toppnum í kvöld með sigri á Udinese. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Juventus hefur, á sinn mælikvarða, byrjað leiktíðina á Ítalíu skelfilega og er í fallsæti eftir fjórar umferðir, með tvö stig. Það hefur þrisvar sinnum gerst í sögu félagsins að Juventus vinni ekki neinn af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum – síðast árið 1960. Samt hefur Juventus komist yfir í þremur leikjanna; 2-0 gegn Udinese, 1-0 gegn Napoli og 1-0 gegn AC Milan í gær, en alltaf misst niður forskotið og jafnvel tapað. Þrátt fyrir endurkomu þjálfarans Massimiliano Allegri, sem vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin sín hjá félaginu, 2014-2019, þá hefur varnarleikurinn verið vandamál, frekar en brottför Cristianos Ronaldo. Það er framhald af lokum síðasta tímabils og hefur Juventus nú fengið á sig mark í hverjum einasta af síðustu átján leikjum sínum. Juventus er raunar að ganga í gegnum lengstu hrinu leikja án þess að halda markinu hreinu, af öllum liðunum í fimm bestu deildum Evrópu. Og það með Evrópumeistaramiðvarðaparið Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar, og hollenska landsliðsmiðvörðinn Matthijs de Ligt einnig til taks. Allegri tók þó skýrt fram eftir jafnteflið við Milan í gær að þeir Chiellini og Bonucci hefðu átt frábæran leik og að sökin væri ekki þeirra. Juventus mætir næst Spezia á miðvikudagskvöld og freistar þess að byrja að rétta úr kútnum en liðið er átta stigum á eftir toppliðunum tveimur frá Mílanó. Napoli getur náð tveggja stiga forystu á toppnum í kvöld með sigri á Udinese.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40