Juventus í fallsæti og fær alltaf á sig mark Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 16:01 Paulo Dybala og félagar eru í tómu veseni. Getty/Nderim Kaceli Það er ýmislegt sögulegt að eiga sér stað hjá ítalska stórveldinu Juventus. Allt á mjög slæman hátt. Juventus hefur, á sinn mælikvarða, byrjað leiktíðina á Ítalíu skelfilega og er í fallsæti eftir fjórar umferðir, með tvö stig. Það hefur þrisvar sinnum gerst í sögu félagsins að Juventus vinni ekki neinn af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum – síðast árið 1960. Samt hefur Juventus komist yfir í þremur leikjanna; 2-0 gegn Udinese, 1-0 gegn Napoli og 1-0 gegn AC Milan í gær, en alltaf misst niður forskotið og jafnvel tapað. Þrátt fyrir endurkomu þjálfarans Massimiliano Allegri, sem vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin sín hjá félaginu, 2014-2019, þá hefur varnarleikurinn verið vandamál, frekar en brottför Cristianos Ronaldo. Það er framhald af lokum síðasta tímabils og hefur Juventus nú fengið á sig mark í hverjum einasta af síðustu átján leikjum sínum. Juventus er raunar að ganga í gegnum lengstu hrinu leikja án þess að halda markinu hreinu, af öllum liðunum í fimm bestu deildum Evrópu. Og það með Evrópumeistaramiðvarðaparið Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar, og hollenska landsliðsmiðvörðinn Matthijs de Ligt einnig til taks. Allegri tók þó skýrt fram eftir jafnteflið við Milan í gær að þeir Chiellini og Bonucci hefðu átt frábæran leik og að sökin væri ekki þeirra. Juventus mætir næst Spezia á miðvikudagskvöld og freistar þess að byrja að rétta úr kútnum en liðið er átta stigum á eftir toppliðunum tveimur frá Mílanó. Napoli getur náð tveggja stiga forystu á toppnum í kvöld með sigri á Udinese. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Juventus hefur, á sinn mælikvarða, byrjað leiktíðina á Ítalíu skelfilega og er í fallsæti eftir fjórar umferðir, með tvö stig. Það hefur þrisvar sinnum gerst í sögu félagsins að Juventus vinni ekki neinn af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum – síðast árið 1960. Samt hefur Juventus komist yfir í þremur leikjanna; 2-0 gegn Udinese, 1-0 gegn Napoli og 1-0 gegn AC Milan í gær, en alltaf misst niður forskotið og jafnvel tapað. Þrátt fyrir endurkomu þjálfarans Massimiliano Allegri, sem vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin sín hjá félaginu, 2014-2019, þá hefur varnarleikurinn verið vandamál, frekar en brottför Cristianos Ronaldo. Það er framhald af lokum síðasta tímabils og hefur Juventus nú fengið á sig mark í hverjum einasta af síðustu átján leikjum sínum. Juventus er raunar að ganga í gegnum lengstu hrinu leikja án þess að halda markinu hreinu, af öllum liðunum í fimm bestu deildum Evrópu. Og það með Evrópumeistaramiðvarðaparið Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar, og hollenska landsliðsmiðvörðinn Matthijs de Ligt einnig til taks. Allegri tók þó skýrt fram eftir jafnteflið við Milan í gær að þeir Chiellini og Bonucci hefðu átt frábæran leik og að sökin væri ekki þeirra. Juventus mætir næst Spezia á miðvikudagskvöld og freistar þess að byrja að rétta úr kútnum en liðið er átta stigum á eftir toppliðunum tveimur frá Mílanó. Napoli getur náð tveggja stiga forystu á toppnum í kvöld með sigri á Udinese.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40