Myndirnar sem keppa um Gullna lundann á RIFF í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2021 20:58 RIFF fer fram 30.september til 10. október. RIFF „Átta splunkunýjar myndir keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF í ár. Myndirnar koma frá átta löndum, og er umfjöllunarefni þeirra og efnistök einstaklega spennandi í ár,“ segir í tilkynningu frá RIFF Um er að ræða myndir sem spanna allt litróf mannlegs veruleika, allt frá glæpamyndum yfir í mikið drama. Grái fiðringurinn, bankaglæpir, dulrænar upplifanir, morð og horfnar ástir eru meðal umfjöllunarefna. „Þetta eru vel gerðar framsæknar myndir sem oft ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Marga þyrstir í að sjá myndir sem eru ekki gerðar eftir sömu formúlunni en það þarf snillinga til að brjóta upp hefðirnar þannig að það gangi upp. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að ögra forminu án þess að missa athygli áhorfandans. Virkilega spennandi kvikmyndir sem keppa í ár og það var úr vöndu að velja,“ segir Hrönn Marinósdóttir. Gullni lundinn, verðlaunagripur hátíðarinnar. Margar þeirra hafa nú þegar hlotið tilnefningar á öðrum hátíðum það sem af er þessu ári, tvær þeirra eru tilnefndar sem bestu nýliðarnir á Cannes til The Golden Camera Award og enn aðrar hafa þegar unnið verðlaun. Til dæmis vann Tungl 66 spurningar í leikstjórn Jacqueline Lentzou Cineuropa verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Sarajevo og Queen of glory í leikstjórn Nana Mensah hlaut verðlaun í Tribeca fyrir ,,Best New Narrative Director’’ Azor Svissneskur bankamaður fer í sendiför til Argentínu til að leysa af hólmi samstarfsmann sem hefur horfið sporlaust. Leynilegt samfélag peningaaflanna leiðir hann á hættubraut. 6 tilnefningar, meðal annars á Berlínarhátíðinni og Kvikmyndahátíðinni í London. Leikstjóri, Andreas Fontana. Azor Bruno Reidal, Játning morðingja Ungur guðfræðinemi myrðir dreng árið 1905 og gefur sig fram við yfirvöld. Læknar skipa honum að skrifa æviminningar sínar til þess að reyna að skilja hvaða kenndir lágu að baki ódæðisverkinu. Leikstjóri Vincent Le Port. Confession of a Murderer Clara Sola - Alein Hæglát fertug kona í Kostaríku verður fyrir kynferðislegri og dulrænni vakningu og hefur vegferð til að losna úr viðjum afturhaldssamra trúar- og félagslegra hefða. Leikstjóri: Nathalie Álvarez Mesén Clara Sola Tungl. 66 spurningar – Moon 66 questions Ung kona sem býr í París þarf að snúa aftur til Aþenu til að annast föður sinn, sem hún hefur fjarlægst. Yfir tilfinningasamt sumar kemst hún að ýmsu leyndu í hans fari og samband þeirra grær fyrir vikið. Leikstjóri Jacqueline Lentzou Moon, 66 Questions Drottning dýrðar – Queen of glory Bráðgáfuð dóttir ganískra innflytjenda er í þann mund að kasta menntun sinni fyrir bí og elta kvæntan elskhuga sinn þvert yfir landið, er móðir hennar fellur frá og eftirlætur henni bókabúð í Bronx-hverfinu. Leikstjóri: Nana Mensah Queen of Glory Systur - Sisterhood Vinátta tveggja unglingsstúlkna, sem eru óaðskiljanlegar, mætir þolraun þegar þær flækjast í morð á bekkjarsystkini sínu. Leikstjóri: Dina Duma Sisterhood Hvað sjáum við þegar við lítum til himna? What do we see when we look in the sky? Sumarástin liggur í loftinu í smábæ einum í Georgíu. Áform Lísu og Giorgi um stefnumót breytast á augabragði er þau vakna umbreytt og hafa þar með enga leið til að þekkja hvort annað. Leikstsjóri: Alexandre Koberidze What Do We See When We Look At The Sky Villimenn – Wild Men Til að losna við gráa fiðringinn hefur Martin flúið úr siðmenningunni í skóglendið til að lifa eins og villimaður. Þar rekst hann á dópmangara sem hristir upp í leit hans að sjálfinu. Leikstjóri: Thomas Daneskov Wild Men Alla umfjöllun Vísis um RIFF má finna HÉR. RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Joachim Trier og Mia Hansen - Löve hljóta heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen - Löve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. 16. september 2021 18:00 Trine Dyrholm mætir á frumsýningu Margrétar fyrstu á RIFF Margrét fyrsta eða MARGRETE DEN FØRSTE er lokamynd RIFF Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í í Reykjavík í ár. Hátíðin verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október. 16. september 2021 14:06 Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. 13. september 2021 10:32 Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Um er að ræða myndir sem spanna allt litróf mannlegs veruleika, allt frá glæpamyndum yfir í mikið drama. Grái fiðringurinn, bankaglæpir, dulrænar upplifanir, morð og horfnar ástir eru meðal umfjöllunarefna. „Þetta eru vel gerðar framsæknar myndir sem oft ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Marga þyrstir í að sjá myndir sem eru ekki gerðar eftir sömu formúlunni en það þarf snillinga til að brjóta upp hefðirnar þannig að það gangi upp. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að ögra forminu án þess að missa athygli áhorfandans. Virkilega spennandi kvikmyndir sem keppa í ár og það var úr vöndu að velja,“ segir Hrönn Marinósdóttir. Gullni lundinn, verðlaunagripur hátíðarinnar. Margar þeirra hafa nú þegar hlotið tilnefningar á öðrum hátíðum það sem af er þessu ári, tvær þeirra eru tilnefndar sem bestu nýliðarnir á Cannes til The Golden Camera Award og enn aðrar hafa þegar unnið verðlaun. Til dæmis vann Tungl 66 spurningar í leikstjórn Jacqueline Lentzou Cineuropa verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Sarajevo og Queen of glory í leikstjórn Nana Mensah hlaut verðlaun í Tribeca fyrir ,,Best New Narrative Director’’ Azor Svissneskur bankamaður fer í sendiför til Argentínu til að leysa af hólmi samstarfsmann sem hefur horfið sporlaust. Leynilegt samfélag peningaaflanna leiðir hann á hættubraut. 6 tilnefningar, meðal annars á Berlínarhátíðinni og Kvikmyndahátíðinni í London. Leikstjóri, Andreas Fontana. Azor Bruno Reidal, Játning morðingja Ungur guðfræðinemi myrðir dreng árið 1905 og gefur sig fram við yfirvöld. Læknar skipa honum að skrifa æviminningar sínar til þess að reyna að skilja hvaða kenndir lágu að baki ódæðisverkinu. Leikstjóri Vincent Le Port. Confession of a Murderer Clara Sola - Alein Hæglát fertug kona í Kostaríku verður fyrir kynferðislegri og dulrænni vakningu og hefur vegferð til að losna úr viðjum afturhaldssamra trúar- og félagslegra hefða. Leikstjóri: Nathalie Álvarez Mesén Clara Sola Tungl. 66 spurningar – Moon 66 questions Ung kona sem býr í París þarf að snúa aftur til Aþenu til að annast föður sinn, sem hún hefur fjarlægst. Yfir tilfinningasamt sumar kemst hún að ýmsu leyndu í hans fari og samband þeirra grær fyrir vikið. Leikstjóri Jacqueline Lentzou Moon, 66 Questions Drottning dýrðar – Queen of glory Bráðgáfuð dóttir ganískra innflytjenda er í þann mund að kasta menntun sinni fyrir bí og elta kvæntan elskhuga sinn þvert yfir landið, er móðir hennar fellur frá og eftirlætur henni bókabúð í Bronx-hverfinu. Leikstjóri: Nana Mensah Queen of Glory Systur - Sisterhood Vinátta tveggja unglingsstúlkna, sem eru óaðskiljanlegar, mætir þolraun þegar þær flækjast í morð á bekkjarsystkini sínu. Leikstjóri: Dina Duma Sisterhood Hvað sjáum við þegar við lítum til himna? What do we see when we look in the sky? Sumarástin liggur í loftinu í smábæ einum í Georgíu. Áform Lísu og Giorgi um stefnumót breytast á augabragði er þau vakna umbreytt og hafa þar með enga leið til að þekkja hvort annað. Leikstsjóri: Alexandre Koberidze What Do We See When We Look At The Sky Villimenn – Wild Men Til að losna við gráa fiðringinn hefur Martin flúið úr siðmenningunni í skóglendið til að lifa eins og villimaður. Þar rekst hann á dópmangara sem hristir upp í leit hans að sjálfinu. Leikstjóri: Thomas Daneskov Wild Men Alla umfjöllun Vísis um RIFF má finna HÉR.
RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Joachim Trier og Mia Hansen - Löve hljóta heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen - Löve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. 16. september 2021 18:00 Trine Dyrholm mætir á frumsýningu Margrétar fyrstu á RIFF Margrét fyrsta eða MARGRETE DEN FØRSTE er lokamynd RIFF Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í í Reykjavík í ár. Hátíðin verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október. 16. september 2021 14:06 Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. 13. september 2021 10:32 Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Joachim Trier og Mia Hansen - Löve hljóta heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen - Löve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. 16. september 2021 18:00
Trine Dyrholm mætir á frumsýningu Margrétar fyrstu á RIFF Margrét fyrsta eða MARGRETE DEN FØRSTE er lokamynd RIFF Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í í Reykjavík í ár. Hátíðin verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október. 16. september 2021 14:06
Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. 13. september 2021 10:32
Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02