Gaflarar og giggarar Drífa Snædal skrifar 17. september 2021 17:01 Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun