Nokkur orð um tónlistargagnrýni Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 16. september 2021 14:01 Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar