Umhverfismál eru STÓRA málið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 15. september 2021 08:00 Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar