Færum valdið nær fólkinu Starri Reynisson skrifar 14. september 2021 16:00 Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Starri Reynisson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun