Hugsum sjálfstætt – Nýtum kosningaréttinn Arnar Þór Jónsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 13. september 2021 19:00 Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar