Kostnaður hamingjunnar Símon Vestarr skrifar 13. september 2021 08:30 Þegar Paul McCartney samdi eitt hressasta lag allra tíma fyrir rúmum fimm áratugum um að ekki væri hægt að versla sér ást fannst honum sem hann væri að benda á einföld sannindi; svo einföld að singúllinn hlyti að seljast álíka vel og lagiðum að vilja leiða stelpuna sem hann var skotinn í. Danslag með texta um að aflima gullfótinn af myntkerfinu eða um móralistíska teódisíu í mótmælendatrú hefði kannski ekki náð eins miklum vinsældum. En allir vita að ekki er hægt að kaupa ást fyrir peninga. Eða hvað? Málið er nefnilega ekki svona einfalt. Ást sem slík er auðvitað innsti kjarni manneskjunnar og er náttúrulegt viðbragð hennar við umheiminum og sérstaklega öðrum manneskjum. Hana er ekki hægt að kaupa. Þó svo að við takmörkum okkur við rómantíska ást komumst við samt að sömu niðurstöðu; ekki er hægt að nota peninga til að gera neinn ástfanginn af neinum. Og þegar Jessie J syngur„hvaðan kemur þessi þráhyggja / peningar geta ekki borgað fyrir hamingju“ þá hlýtur það að vera satt líka. Eða hvað? Þessi andefnishyggja byggir á vissum forréttindagrunni. Segja má að hún sé að hálfu leyti á rökum reist. Þeir sem búa við afkomuóöryggi og þurfa að neita sér um nauðþurftir eins og mat eða lyf búa í öðrum veruleika en Paul McCartney, Jessie J eða manneskja á háum launum. Sömuleiðis þeir sem eiga ekki fyrir því að geta sent börnin sín í frístundastarf eða þurfa að taka svo margar vinnuvaktir til að ná endum saman að þeir hitta fjölskylduna sína lítið sem ekkert. Þeir sem eru fyrir neðan þessa öryggislínu og geta ekki útvegað sér þak yfir höfuðið eða farartæki gætu bókstaflega keypt sér hamingju, eða í það minnsta hugarró, ef þeir hefðu meira fé milli handanna. En ást? Hana er ekki hægt að kaupa, en segjum sem svo að einstaklingur A eigi ekki fyrir leigunni sinni vegna þess að Samtök Atvinnulífsins ákváðu að launahækkanir honum til handa og hans starfsstétt myndu hrinda af stað „launaskriði“. Einstaklingur A er eftir sem áður manneskja og verður ástfanginn af annarri manneskju, einstaklingi B, ófaglærðum leikskólastarfsmanni í Reykjavík sem á tvö börn og sefur á sófanum í smáíbúð svo að þau geti notað sérherbergið. Köllum þessa elskhuga Arnar og Brynju. Þau fella hugi saman og vilja rækta samband sitt. Hvar eiga þau að gera það? Þau skortir ekki ást en þau skortir lífsskilyrði fyrir ást sína. Arnar og Brynja fara í göngutúr til að ræða um þessa klemmu og reyna allt hvað þau geta að finna lausn. Alvarleg í bragði ganga þau fram hjá strætóskýli þar sem brosandi andliti Bjarna Benediktssonar hefur verið stillt upp yfir tveimur orðum: „Land tækifæranna“. Land. Tækifæranna. Ísland er ekki „land tækifæranna“ þegar fólk þarf að neita sér um þátttöku í samfélaginu og sjálfsuppfyllingu vegna efnahagslegra aðstæðna. Ísland verður ekki „land tækifæranna“ með Sjálfstæðismenn í fjármálaráðuneytinu. Það verður aldrei „land tækifæranna“ fyrr en allir Íslendingar komast yfir þá lífsgæðalínu sem heitir afkomuöryggi. Annað slagið fá sósíalistar eins og ég þá spurningu frá fólki sem er ágætlega statt fjárhagslega: „Hvers vegna ætti ég að kjósa Sósíalistaflokkinn, vel launaður einstaklingur, þar sem þið stillið ykkur upp sem málsvara láglaunafólks og þeirra sem eru undir í samfélaginu?“ Svar mitt er tvíþætt: Afkomuöryggi hins ágætlega stæða launafólks er ekki nýfrjálshyggju Sjálfstæðismanna að þakka heldur þrotlausri verkalýðsbaráttu og aðeins áframhaldandi barátta fyrir því að bæta lífskjör hinna verst stöddu og styrkja grunnþjónustuna í samfélaginu getur tryggt áframhaldandi og vaxandi velsæld þeirra sem fá nóg í launaumslagið til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ná endum saman. Gamli orðskviðurinn er enn sannur: „Sameinuð stöndum vér. Sundruð föllum vér.“ Þeir sem standa betur að vígi í lífsbaráttunni en tilheyra þó ekki efstu eignaprósentunum lærðu það líka um haustið 2008 að þegar kapítalisminn bíður skipbrot þá lyftir eignastéttin ekki litlafingri til að afstýra því að launamanneskjan og sjálfstæði atvinnurekandinn með litla reksturinn missi heimili sín. Flokkarnir sem ganga erinda auðvaldsins segja ekki einu sinni af sér fyrr en eftir margra mánaða mótmælaöldu og berjast alla tíð gegn öllum róttækum kerfisbreytingum í þágu almennings. Já, og tala enn um sína flokka sem verndara „stöðugleikans“ eftir að hafa stýrt þjóðarskútunni í strand. „Óréttlæti á einum stað er ógn við réttlæti alls staðar,“ eins og Martin Luther King orðaði það. Ef ein manneskja á ekki fyrir ást eða hamingju þá er það brot gegn okkur öllum. Þó svo að við tækjum þá afstöðu að ekkert skipti máli sem ekki væri hægt að meta til fjár þá væri skörp beygja í átt til sósíalisma samt sem áður eina vitið. Fátækt hefur nefnilega þjóðhagslegan kostnað í för með sér. Kostnaðurinn við láglaunastefnu og sveltistefnu í velferðarkerfinu mælist meðal annars í minna vinnuframlagi fólks og álagstengdri örorku og sú eitraða streita sem fylgir því að vera ekki viss um að geta borgað reikningana sína seitlar um samfélagið og gerir það að verkum að við treystum ekki hvort öðru, tengjumst ekki eins vel innbyrðis og verðum oftar veik – andlega og líkamlega. Þeir sem tala um að það sé óábyrgt að sinna nauðþurftum allra landsmanna eru eins og fjölskyldufaðir sem segir að það sé óábyrgt að eyða innihaldi slökkvitækisins í eldhúsgardínurnar þegar kviknað er í þeim. Er það ábyrg hegðun að reisa ekki íbúðir til þess að koma til móts við húsnæðisþörfina? Er það ábyrg hegðun að standa gegn því að heilbrigðiskerfið hljóti það aukafjármagn sem það þarfnast? Er það ábyrg hegðun að lækka skattbyrði eignafólks og bæta upp mismuninn með niðurskurði í grunnþjónustunni eða vegatollum? Ef Ísland er land tækifæranna þá ættu Sjálfstæðismenn og aðrir nýfrjálshyggjuflokkar að nota þetta tækifæri til að taka sér frí frá stjórnmálastarfi og snúa sér að einhverju sem ferst þeim betur úr hendi á meðan almenningur tekur við stýrinu og réttir okkur af. Ef samfélag okkar væri rekið á grundvelli manneskjulegra gilda þyrfti enginn að pæla í peningum í samhengi við ást eða hamingju. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í öðru sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Símon Vestarr Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þegar Paul McCartney samdi eitt hressasta lag allra tíma fyrir rúmum fimm áratugum um að ekki væri hægt að versla sér ást fannst honum sem hann væri að benda á einföld sannindi; svo einföld að singúllinn hlyti að seljast álíka vel og lagiðum að vilja leiða stelpuna sem hann var skotinn í. Danslag með texta um að aflima gullfótinn af myntkerfinu eða um móralistíska teódisíu í mótmælendatrú hefði kannski ekki náð eins miklum vinsældum. En allir vita að ekki er hægt að kaupa ást fyrir peninga. Eða hvað? Málið er nefnilega ekki svona einfalt. Ást sem slík er auðvitað innsti kjarni manneskjunnar og er náttúrulegt viðbragð hennar við umheiminum og sérstaklega öðrum manneskjum. Hana er ekki hægt að kaupa. Þó svo að við takmörkum okkur við rómantíska ást komumst við samt að sömu niðurstöðu; ekki er hægt að nota peninga til að gera neinn ástfanginn af neinum. Og þegar Jessie J syngur„hvaðan kemur þessi þráhyggja / peningar geta ekki borgað fyrir hamingju“ þá hlýtur það að vera satt líka. Eða hvað? Þessi andefnishyggja byggir á vissum forréttindagrunni. Segja má að hún sé að hálfu leyti á rökum reist. Þeir sem búa við afkomuóöryggi og þurfa að neita sér um nauðþurftir eins og mat eða lyf búa í öðrum veruleika en Paul McCartney, Jessie J eða manneskja á háum launum. Sömuleiðis þeir sem eiga ekki fyrir því að geta sent börnin sín í frístundastarf eða þurfa að taka svo margar vinnuvaktir til að ná endum saman að þeir hitta fjölskylduna sína lítið sem ekkert. Þeir sem eru fyrir neðan þessa öryggislínu og geta ekki útvegað sér þak yfir höfuðið eða farartæki gætu bókstaflega keypt sér hamingju, eða í það minnsta hugarró, ef þeir hefðu meira fé milli handanna. En ást? Hana er ekki hægt að kaupa, en segjum sem svo að einstaklingur A eigi ekki fyrir leigunni sinni vegna þess að Samtök Atvinnulífsins ákváðu að launahækkanir honum til handa og hans starfsstétt myndu hrinda af stað „launaskriði“. Einstaklingur A er eftir sem áður manneskja og verður ástfanginn af annarri manneskju, einstaklingi B, ófaglærðum leikskólastarfsmanni í Reykjavík sem á tvö börn og sefur á sófanum í smáíbúð svo að þau geti notað sérherbergið. Köllum þessa elskhuga Arnar og Brynju. Þau fella hugi saman og vilja rækta samband sitt. Hvar eiga þau að gera það? Þau skortir ekki ást en þau skortir lífsskilyrði fyrir ást sína. Arnar og Brynja fara í göngutúr til að ræða um þessa klemmu og reyna allt hvað þau geta að finna lausn. Alvarleg í bragði ganga þau fram hjá strætóskýli þar sem brosandi andliti Bjarna Benediktssonar hefur verið stillt upp yfir tveimur orðum: „Land tækifæranna“. Land. Tækifæranna. Ísland er ekki „land tækifæranna“ þegar fólk þarf að neita sér um þátttöku í samfélaginu og sjálfsuppfyllingu vegna efnahagslegra aðstæðna. Ísland verður ekki „land tækifæranna“ með Sjálfstæðismenn í fjármálaráðuneytinu. Það verður aldrei „land tækifæranna“ fyrr en allir Íslendingar komast yfir þá lífsgæðalínu sem heitir afkomuöryggi. Annað slagið fá sósíalistar eins og ég þá spurningu frá fólki sem er ágætlega statt fjárhagslega: „Hvers vegna ætti ég að kjósa Sósíalistaflokkinn, vel launaður einstaklingur, þar sem þið stillið ykkur upp sem málsvara láglaunafólks og þeirra sem eru undir í samfélaginu?“ Svar mitt er tvíþætt: Afkomuöryggi hins ágætlega stæða launafólks er ekki nýfrjálshyggju Sjálfstæðismanna að þakka heldur þrotlausri verkalýðsbaráttu og aðeins áframhaldandi barátta fyrir því að bæta lífskjör hinna verst stöddu og styrkja grunnþjónustuna í samfélaginu getur tryggt áframhaldandi og vaxandi velsæld þeirra sem fá nóg í launaumslagið til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ná endum saman. Gamli orðskviðurinn er enn sannur: „Sameinuð stöndum vér. Sundruð föllum vér.“ Þeir sem standa betur að vígi í lífsbaráttunni en tilheyra þó ekki efstu eignaprósentunum lærðu það líka um haustið 2008 að þegar kapítalisminn bíður skipbrot þá lyftir eignastéttin ekki litlafingri til að afstýra því að launamanneskjan og sjálfstæði atvinnurekandinn með litla reksturinn missi heimili sín. Flokkarnir sem ganga erinda auðvaldsins segja ekki einu sinni af sér fyrr en eftir margra mánaða mótmælaöldu og berjast alla tíð gegn öllum róttækum kerfisbreytingum í þágu almennings. Já, og tala enn um sína flokka sem verndara „stöðugleikans“ eftir að hafa stýrt þjóðarskútunni í strand. „Óréttlæti á einum stað er ógn við réttlæti alls staðar,“ eins og Martin Luther King orðaði það. Ef ein manneskja á ekki fyrir ást eða hamingju þá er það brot gegn okkur öllum. Þó svo að við tækjum þá afstöðu að ekkert skipti máli sem ekki væri hægt að meta til fjár þá væri skörp beygja í átt til sósíalisma samt sem áður eina vitið. Fátækt hefur nefnilega þjóðhagslegan kostnað í för með sér. Kostnaðurinn við láglaunastefnu og sveltistefnu í velferðarkerfinu mælist meðal annars í minna vinnuframlagi fólks og álagstengdri örorku og sú eitraða streita sem fylgir því að vera ekki viss um að geta borgað reikningana sína seitlar um samfélagið og gerir það að verkum að við treystum ekki hvort öðru, tengjumst ekki eins vel innbyrðis og verðum oftar veik – andlega og líkamlega. Þeir sem tala um að það sé óábyrgt að sinna nauðþurftum allra landsmanna eru eins og fjölskyldufaðir sem segir að það sé óábyrgt að eyða innihaldi slökkvitækisins í eldhúsgardínurnar þegar kviknað er í þeim. Er það ábyrg hegðun að reisa ekki íbúðir til þess að koma til móts við húsnæðisþörfina? Er það ábyrg hegðun að standa gegn því að heilbrigðiskerfið hljóti það aukafjármagn sem það þarfnast? Er það ábyrg hegðun að lækka skattbyrði eignafólks og bæta upp mismuninn með niðurskurði í grunnþjónustunni eða vegatollum? Ef Ísland er land tækifæranna þá ættu Sjálfstæðismenn og aðrir nýfrjálshyggjuflokkar að nota þetta tækifæri til að taka sér frí frá stjórnmálastarfi og snúa sér að einhverju sem ferst þeim betur úr hendi á meðan almenningur tekur við stýrinu og réttir okkur af. Ef samfélag okkar væri rekið á grundvelli manneskjulegra gilda þyrfti enginn að pæla í peningum í samhengi við ást eða hamingju. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í öðru sæti í Reykjavík suður.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun