Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2021 13:04 Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, sem er mjög stolt og ánægð með verkefni Marels Magnús Hlynur Hreiðarsson Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt. Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Má búast við skúrum eða éljum Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Ákæru fyrir manndráp vísað frá Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend
Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Má búast við skúrum eða éljum Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Ákæru fyrir manndráp vísað frá Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira